Á lokahófi knattspyrnu ÍBV í gærkvöldi var staðfest að Hermann Hreiðarsson verður áfram við stýrið hjá meistaraflokki karla næsta tímabil. Bæði karla- og kvennalið ÍBV féllu úr efstu deild en það var engan bilbug að heyra á þeim sem tóku til máls á hófinu. Hvatt var til samstöðu og horft verði með björtum augum fram á veginn.
Svo er bara að óska Hemma og öðum sem koma að knattspyrnunni hjá ÍBV-Íþróttafélagi góðs gengis á næsta tímabili. Tilkynnt var um val á bestu og efnilegustu leikmönnum tímabilsins, meira um það síðar.
Mynd – Hermann Þór.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst