Komust ekki áfram – Þökk sé dönskum dómurum

ÍBV er dottið úr Evrópukeppninni eftir jafntefli í seinni leik gegn Krems frá Austurríki 32:32. Leikið var í Vestmannaeyjum en fyrri leiknum lauk með 30:28 sigri Austurríkismanna. Eyjamenn þurftu því að vinna með þremur mörkum til að komast áfram.

Sú varð ekki reyndin sem má þakka eða ekki þakka dómurum dönskum sem höfðu allt aðra skoðun á brotum ÍBV en Krems. Eyjamenn létu það fara í taugarnar á sér, skiljanlega en Kemsmenn því ánægðari enda sex mörkum yfir í hálfleik 13:19.

Dómararnir slökuðu aðeins á klónni fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks og þá náði ÍBV að jafna, 19:19 og náði þriggja marka forystu 23:20 á 43. mínútu. Þá tók við ótrúlegur farsi með yfirdómarann í aðalhlutverki og eftir það var á brattann að sækja fyrir ÍBV. Jafntefli ekki ósanngjarnt en litlu Vestmannaeyjar áttu ekki séns gegn samstöðu Evrópusambandsins.

Mynd Sigfús Gunnar.

Arnór og Kári Kristján í baráttu á línunni.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.