Eyjafréttir 50 ára og enn á vaktinni
15. janúar, 2024

„Gleðilegt ár öll sömul og takk fyrir samskiptin á liðnum árum. En mest þakkir fyrir að mæta og taka þátt í þessu með okkur. Afhending Fréttapýramídanna hefur í mínum huga verið einskonar uppskeruhátíð Eyjafrétta. Er um leið skemmtilegt uppbrot á hversdeginum í Eyjum í upphafi árs. Við stöndum á tímamótum því Fréttir/Eyjafréttir fagna 50 ára afmæli á þessu ári og verður þess minnst með ýmsum hætti,“ sagði Ómar Garðarsson þegar hann ávarpaði gesti við Afhendingu Fréttapýramídanna 2023 í Eldheimum í síðustu viku.

Að mati Ómars eru Eyjafréttir og fréttasíðan eyjafréttir.is ein af stoðum samfélagsins. Til að svo verði áfram er að ýmsu að huga. Fjölmiðlun, ekki bara hér á landi heldur um allan heim stendur á tímamótum. Afmælisárið verður m.a. nýtt til að kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Tækifærin eru til staðar en margt bendir til þess að prentuð blöð heyri brátt sögunni til. Til að missa ekki af vagninum þarf að standa vaktina og það ætlum við að gera,“ sagði Ómar.

Þriðja vaktin

Sjálfur sagðist hann vera á þriðju vaktinni sem ritstjóri Eyjafrétta. Hann kvað starfið vera á réttri leið, þökk sé öflugu samstarfsfólki. „Hvað sjálfan mig varðar er ég ekki maður framtíðarinnar, eða eins og Kári Bjarnason, stjórnarmaður og vinur orðaði svo pent á stjórnarfundi; Hann Ómar á afmæli einu sinni á ári. Það á við okkur öll en með hærri aldri telur hver afmælisdagur meira. En ég er ekki hættur. Hef metnað til að klára afmælisárið og stefnt er að myndarlegum blöðum á árinu. Ekki síst í kringum 50 ára afmælið í júní.“

Ómar sagði okkur lifa á skrýtnum tímum þar sem þeir sem hæst öskra nái athyglinni en fólk sé skynsamt. „Á þeirri staðreynd byggi ég trú mína á bjarta framtíð okkar. Ísland er ekki verst í heimi þó til séu öfl í landinu sem telja sér hag í að níða allt niður sem íslenskt er. Það er heldur ekki ásættanlegt að menn séu nýddir niður í einhverju sem á að heita skemmtiþáttur,“ sagði Ómar. Vísaði þar til Áramótaskaups Sjónvarpsins þar sem Kristjáni Loftssyni er lýst sem blóðþyrstum drápara og Bjarni Ben er réttdræpur.

„Ég vil svo að endingu þakka öllum, lesendum og velunnurum Eyjafrétta fyrir samfylgdina frá 1986 þegar ég steig mín fyrstu skref á Fréttum. Oft mikið puð, stundum gustað hressilega en aldreii leiðinlegt.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst