Málið er arfur frá þeim tíma þegar bæjarstjórn Hveragerðis gaf fyrirtækinu Eykt ehf. byggingarland sem nær meðal annars yfir umrætt beitarland. Samkvæmt samningi bar bænum að greiða bóndanum á Krossi skaðabætur en vert er að geta þess að landið hefur ekki verið notað til beitar í mörg ár, samkvæmt heimildum.
Í ágúst á síðasta ári gerði Lúðvík Hveragerðisbæ gagntilboð upp á 6,6 milljónir fyrir beitarréttin. Meirihlutinn í bæjarstjórn fullyrðir hinsvegar að samningsviðræður hafi ekki borið árangur, því hafi verið leitað álits Matsnefndar eignarnámsbóta, sem lauk vinnu sinni fyrir skemmstu.
Fulltrúar minnihlutans segja að málið komi sér ,,verulega á óvart�?. Engin gögn séu um að Lúðvík hafi dregið tilboð sitt til baka, þannig að minnihlutinn varpar fram áleitnum spurningum um hvað fór úrskeiðis í þessu máli sem leiddi til átta milljóna umfram kostnaðar fyrir bæjarsjóð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst