Tillagan var felld með þremur atkvæðum gegn einu en einn í meirihlutanum sat hjá. �?eir sem greiddu atkvæði á móti tóku undir athugasemdir þess efnis að leyfa ekki fasta búsetu mitt inn í sumarbústaðabyggð.
Ingvar G. Ingvarsson, oddviti meirihlutans, greiddi einn atkvæði með tillögunni. �?�?g byggði mitt atkvæði á þeirri forsendu að byggðin liggur meðfram Biskupstungnabraut þannig að hávaðamengun er yfir þeim mörkum sem gilda um sumarbústaðabyggð. Ennfremur eru nærliggjandi lóðir iðnaðar- og gámasvæði sem ýtir einnig undir það að þetta henti ekki sem draumastaður fyrir sumarbústaðabyggð,�? segir Ingvar.
Guðmundur Jónsson og fjölskylda hafa búið í húsi í Klausturhólum undanfarin tvö ár. Samkvæmt lögum er þeim óheimilt að flytja lögheimili sitt þangað á meðan eignin er enn skilgreind sem sumarhús. �?eim er engu að síður frjálst að búa þar og sækja vel flesta þjónustu til sveitarfélagsins. Veigamesta þýðingin sem umbeðin breyting hefði í för með sér eru hagstæðari húsnæðislán og lægri afborganir af fasteignum, samkvæmt heimildum Sunnlenska.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst