Fossbúð hefur fengið andlitslyftingu og ýmsar breytingar hafa verið gerðar innanhúss, svo koma mætti veitingastaðnum skemmtilega fyrir, en sérlega vel hefur tekist til í þeim efnum.
Í haust urðu eigendaskipti á Hótel Skógum, en hótelið er nú eitt af þeim hótelum sem rekið er undir merki Allseasonhotels.is, hin hótelin eru Hótel Háland, Hálendismiðstöðin á Hrauneyjum og Hótel Rangá. Hótel Skógar var opnað 1. mai s.l, en um er að ræða lítið rómantískt og notalegt lúxushótel, staðsett á Skógum, rétt við hinn tignarlega og heimsþekkta Skógafoss. Hótelið er búið 12 herbergjum með baði.
Hótelið er í miklu uppáhaldi hjá ferðafólki, sem vill kaupa pínulítinn lúxus og fá frábæra
þjónustu í kaupbæti, ásamt góðum aðbúnaði, fólki sem vill smá dekur. Á hótelinu liggur rómantíkin í loftinu, þar er dýrindis veitingastaður, heitur pottur er utandyra svo og sauna. Náttúran umhverfis hótelið er ótúlega falleg, stórbrotin og magnþrungin. Gestum hótelsins býðst að notfæra sér ýmsa afþreyingu í nágrenninu, að ógleymdu Byggðasafninu á Skógum. Hótel Skógar hafa notið sérstakra vinsælda hvað varðar brúðkaupsveislur og brúðhjónin þá gjarnan látið gefa sig saman í safnakirkjunni á Skógum, auk þess hefur verið vinsælt að vera þar með aðrar lítlar veilsur, enda hótelið fallegt í fögru umhverfi.
Sömu aðilar reka Veitingastaðinn í Fossbúð og Hótel Skóga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst