Í fréttatilkynningu frá bandaríska sendiráðinu kemur fram að �?skar hlýtur verðlaunin fyrir störf sem hafa gert rannsóknarstofu NOAA kleift að framkvæma kolefnismælingar og aðrar loftmælingar sleitulaust í 15 ár frá Stórhöfðavita.
�?Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem vinna að verkefnum sem að hjálpa NOAA að þróast sem stofnun sem er í fararbroddi með þekkingu á umhverfismálum, samkvæmt fréttatilkynningu.
Verðlaunin �?Hetjur umhverfisins” voru fyrst veitt árið 1995 en verðlaunahafar eru tilnefndir af starfsmönnum stofnunarinnar sem eru um 12.500. �?skar er eini verðlaunahafinn sem ekki er af bandarísku þjóðerni og einungis níu aðrir einstaklingar hlutu þessa viðurkenningu í ár.
Mbl.is greindi frá.
“Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst