Það verður sannkallaður hátíðisdagur hjá ÍBV-íþróttafélagi á föstudaginn en hápunkturinn er sjálfsagt fyrsta skóflustungan að nýju knattspyrnuhúsi en Þorkell Sigurjónsson, stuðningsmaður ÍBV númer eitt og mikill áhugamaður um húsið mun taka fyrstu skóflustunguna ásamt tuttugu iðkendum félagsins. Þá lokahóf yngri flokka fara fram fyrr um daginn, karlalið ÍBV í knattspyrnu leikur síðasta leik sinn og síðast en ekki síst verður lokahóf eldri flokka í Höllinni um kvöldið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst