Stórt D og lítið d í bæjarstjórnarkosningum

Það er óhætt að segja að komið hafi fram athyglisvert svar frá Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Silfrinu á RÚV í gær. Páll var spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum væri að klofna.

Páll neitaði því en sagði að mögulega yrðu tvö sjálfstæðis framboð í Vestmannaeyjum í vor. Margir áhorfendur urðu mjög undrandi. Tvö framboð en enginn klofningur! Fólk sá fyrir sér að boðið yrði upp á stórt D og lítið d í vor. Það er reyndar miklu skárra og mýkra en klofningur. Af því gæti hlotist talsvert hagræði eins og t.d. rekstur blaðaútgáfu, blöðruframleiðslu, og kannski sameiginlegt kosningakaffi!   

Meginreglan er reyndar sú að kalla svona lagað „klofning”. En kannski eðlilegt að nýliðar í stjórnmálum átti sig ekki á því. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu þessa máls. Hvort tveir sjálfstæðislistar verði boðnir fram og ekki síður hvorn listann Páll mun styðja. Páll er nefnilega oddviti fyrir stóra D-ið í Suðurkjördæmi.

 

Hér má sjá Silfrið. (Talið berst að stöðu flokksins í Eyjum á 39.mín).

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.