Hvar er samráðshópurinn?

Fyrir tæpu ári fagnaði bæjarstjórn Vestmannaeyja því sérstaklega að ákveðið hafi verið að stofna upplýsingavettvang um samgöngur á sjó milli lands og Eyja. Ákvörðunin kom í kjölfar fundar sem bæjarráð átti með þáverandi innanríkisráðherra fyrir réttu ári.

Þá samþykkti bæjarstjórn samhljóða að Egill Arnar Arngrímsson tæki sæti í upplýsingavettvangi um samgöngur á sjó milli lands og Eyja. Aukinheldur samþykkti bæjarstjórn að fela bæjarráði að koma á allt að 10 manna bakhópi hvað þennan upplýsingavetvang varðar sem verður fulltrúa bæjarins til halds og trausts. Þetta var í september í fyrra. 

Sjá einnig: Bærinn tilnefnir fulltrúa í samgönguhóp

Ekkert hefur síðan spurt til starfa samráðshópsins, þó mímörg tilefni hafi verið til staðar síðastliðið ár. Því er hvíslað um það, hvar umræddur starfshópur sé og hverjir skipi hann?

Það verður svo óhætt að fagna aftur þegar umræddur hópur tekur til starfa, hvenær sem það nú verður.

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.