Stuðningur úr óvæntri átt

Á síðasta fundi umhverfis og skipulagsráðs var tekinn mikill bókanaslagur á milli meiri- og minnihluta. Tilefnið var hvort tímabært væri að taka ákvörðun um hvort heimila eigi lundaveiðar í Vestmannaeyjum. 

Georg Eiður vildi fresta ákvörðun þar til ráðið fundar næst en þessu var meirihluti sjálfstæðismanna ósammála og ákváðu að heimila veiðar í þrjá daga í ágúst. 

Elliði Vignisson sagði svo í kjölfarið í viðtali við Morgunblaðið að ekki sé hægt að úti­loka að hætt verði við að leyfa lunda­veiðar í þrjá daga í næsta mánuði, verði niðurstaða seinna lund­aralls­ins jafn svört og hin fyrri var, sem sýndi ein­ung­is 40% ábúð lunda í Vest­manna­eyj­um.

Það er því kominn stuðningur úr óvæntri átt við bókanir Georgs í umhverfis- og skipulagsráði. Nú verður spennandi að sjá hvernig málið fer í bæjarstjórn sem samþykkja þarf ákvörðun ráðsins.
 

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.