Eitthvað virðast bæjarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa lesið vitlaust í síðasta pistilinn hér í Hvíslinu. Þar voru tíundaðir hlutir sem kjörnir fulltrúar hefðu mátt beita sér fyrir að lagfærðir yrðu strax til bóta í samgöngunum milli lands og Eyja.
Eitt ár er frá því að ályktunin var samþykkt af bæjarstjórn og þar til málið var rifjað upp hér á Eyjar.net. Ekkert gerðist í þessum málum það ár. Það var von pistlahöfundar að síðasta Hvísl yrði bæjarfulltrúum hvatning til að beita sér fyrir því að minnst kosti hluti þessara atriða kæmust til framkvæmda á næstu vikum.
Það er því ljóst að ekki er hægt að lækka fargjöldin til Þorlákshafnar, bæta þjónustu um borð m.a bjóða uppá stöðuga nettengingu, lagfæra bókunarkerfið, fjölga ferðum til Landeyjahafnar, lengja sumaráætlun, sigla meira á helgidögum – fyrr en að ný ferja kemur, eftir eitt og hálft ár, þá tveimur og hálfu ári eftir að umrædd ályktun var samþykkt í bæjarstjórn.
Líklega á gamla góða máltakið vel við hér – að góðir hlutir gerast hægt!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst