Eyjar.net hefur nú mælt vilja bæjarbúa í samgöngumálum, auk traust á þeim sem fara með þau mál – tvö ár í röð. Vonandi geta ráðamenn nýtt sér þetta plagg til ákvarðanatöku um næstu skref í málinu – sem hlýtur að þurfa að fara að taka.
Eitt er nú hvíslað um á götum Vestmannaeyjabæjar. Það er krafa bæjarstjórnar um að smíðatími nýrrar ferju skuli nýttur til lagfæringar á Landeyjahöfn. Það hefur nefnilega ekki verið tekið undir það að neinu leiti af hálfu ríkisins og hafa embættismenn (sérfræðingar) frekar dregið úr því og bent á að það þurfi að rannsaka svæðið í fleiri ár áður en nokkuð er hægt að framkvæma.
Bæjarbúar yrðu e.t.v rólegri ef lagfæringar á höfninni stæðu fyrir dyrum – því þeir vita sem er, að til að mynda fjölgar ekki dögunum sem dýpkunarskipin ná að athafna sig við Landeyjahöfn – við það eitt að fá nýja ferju.
Á meðan engin trygging er af hálfu ríkisins um að höfnin skuli löguð verðum við íbúar hér í verri málum í siglingum til Þorlákshafnar. Þess vegna eru 9 af hverjum 10 sammála spurningunni: ,,Hversu sammála eða ósammála ertu því að gerðar verði umbætur á Landeyjahöfn til að auka notkunartíma hennar áður en ný Vestmannaeyjaferja verður smíðuð?”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst