Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er rætt við áhafnameðlimi dýpkunarskipsins Taccola. Ágætis viðtal um þeirra sýn á dýpkun í og við Landeyjahöfn. Í niðurlagi greinarinnar er fullyrt að dýpkunarskipið sé svipað að stærð og gríska ferjan Achaeos, sem umræða hefur verið um að fá til reynslu í Landeyjahöfn.
Orðrétt segir í niðurlaginu:
„Þess má geta að Taccola er svipuð að stærð og gríska ferjan sem menn höfðu áhuga á að prófa til siglinga í Landeyjahöfn en mun öflugri.”
Hér eru svo rammar sem sýna réttar stærðir á þessum skipum:
Heimild: http://www.marinetraffic.com
Þarna kemur glögglega í ljós að dýpkunarskipið er 21 m. á breidd og 96 metrar að lengd, á meðan breiddin á grísku ferjunni er 16 m og lengdin er 88 metrar.
Það munar því 5 metrum á breidd þessara skipa og 8 metrum á lengd þeirra, og því tæplega hægt að segja að þau séu svipuð að stærð – eða hvað?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst