Næsta vika er kjördæmavika hjá Alþingi og verða þingmenn kjördæmisins í Eyjum á morgun, mánudag ef fært verður í Landeyjahöfn samkvæmt heimildum Eyjar.net.
Ekki er nákvæmlega vitað hvernig dagskrá þingmannana lítur út í heimsókninni fyrir utan að þeir verða í Eldheimum eftir hádegi á morgun. Þar hitta þeir væntanlega bæjarfulltrúa Eyjanna. Fastlega má búast við að samgöngumálin við Vestmannaeyjar beri á góma í heimsókninni og þá hvernig menn sjá fyrir sér næstu skref í Landeyjahöfn og ferju til að þjónusta Heimaey.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst