Vegagerðin til Vestmannaeyja?

Eitt af stóru málum núverandi ríkisstjórnar er að flytja ríkisstofnanir á landsbyggðina. Búið er að samþykkja flutning Fiskistofu til Akureyrar – svo eitthvað sé nefnt. Enn landsbyggðin er jú meira en bara Akureyri. Því bíða margir spenntir eftir næsta útspili ríkisstjórnarinnar um hvaða ríkisstofnun sé næst á landsbyggða-listanum.

 

Nú er hvíslað, í ljósi samgöngu-vandræðna sjóleiðina milli lands og Eyja að ekki sé úr vegi að beina því til ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs – hvort ekki væri snjall leikur að flytja hreinlega höfuðstöðvar Vegagerðarinnar til Vestmannaeyja og leyfa þeim að finna það á eigin skinni hvernig er að búa við slíka óvissu. Eða eins og athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir orðaði það:

 „Í þeim málum hefur orðið heilmikil afturför þegar litið er til Vestmannaeyja“ segir hún. „Fyrirtæki verða að geta stólað á daglegar ferðir upp á land – en undanfarið hefur verið mikill brestur á því. Greiðar og tryggar samgöngur eru lífæð allra framleiðslufyrirtækja og ég tel að við þurfum að fara í átak í samgöngumálum um allt land“.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.