Nýr þjálfari

Nú fer að koma niðurstaða í þjálfaramál meistarflokks karla í knattspyrnu hjá ÍBV. Mikið hefur verið hvíslað á götum bæjarins um hver verði fyrir valinu. Varaformaður knattspyrnuráðsins sagði í gær að fókusinn væri nú á mann ofan af fastalandinu. Þau nöfn sem nefnd hafa verið eru:

 

  • Jóhannes Harðarson
  • Ejub Purisevic
  • Þorlákur Árnason
  • Tómas Ingi Tómasson
  • Gregg Ryder

Áður mun hafa verið rætt við núverandi aðstoðarþjálfara félagsins, Dean Martin en heimildir herma að ekki hafi náðst saman milli aðila. Þá er Þorlákur sagður hafa gefið frá sér að taka við liðinu sem og Gregg Ryder sem framlengdi samning sinn við Þrótt. Ekki er talið líklegt að Tómas Ingi taki við liðinu.

Eftir standa þá tvö nöfn. Þeir Ejub Purisevic sem verið hefur þjálfari Víkings frá Ólafsvík og Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson.

 

Nú er bara að sjá hvað verður ofaná hjá ÍBV!

 

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.