Nú fer að koma niðurstaða í þjálfaramál meistarflokks karla í knattspyrnu hjá ÍBV. Mikið hefur verið hvíslað á götum bæjarins um hver verði fyrir valinu. Varaformaður knattspyrnuráðsins sagði í gær að fókusinn væri nú á mann ofan af fastalandinu. Þau nöfn sem nefnd hafa verið eru:
Áður mun hafa verið rætt við núverandi aðstoðarþjálfara félagsins, Dean Martin en heimildir herma að ekki hafi náðst saman milli aðila. Þá er Þorlákur sagður hafa gefið frá sér að taka við liðinu sem og Gregg Ryder sem framlengdi samning sinn við Þrótt. Ekki er talið líklegt að Tómas Ingi taki við liðinu.
Eftir standa þá tvö nöfn. Þeir Ejub Purisevic sem verið hefur þjálfari Víkings frá Ólafsvík og Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson.
Nú er bara að sjá hvað verður ofaná hjá ÍBV!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst