Samkvæmt heimildum Eyjar.net ætluðu þingmennirnir að sigla úr Landeyjahöfn í kvöld og funda með heimamönnum í fyrramálið. Dagskráin gerir þeim hinsvegar ekki mögulegt að sigla frá Þorlákshöfn og því fellur fundurinn niður. Það er svo kaldhæðni örlaganna að á boðuðum fundum hefur fyrst og fremst staðið til að ræða samgöngur. Í Eyjum er nú helst hvíslað um að ef til vill hjálpi þetta þingmönnunum til að skilja við hverslags aðstæður Eyjamenn búa á meðan ætlast er til að of djúpristur Herjólfur sigli í of litla Landeyjarhöfn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst