Eins og áður aðstoðaði lögregla íbúa Vestmannaeyja í óveðri í síðustu viku en lögreglan í Eyjum kom þó upp um eina furðulegustu innbrotstilraun sem um getur. Þegar lögreglumenn komu að húsi einu við Kirkjuveg, hékk maður hálfur út um brotinn glugga á útidyrahurðinni, á nærbrókinni einum fata. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum og má lesa hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst