Stefnumót DV og dv.is á Suðurlandi

Stefnumót DV og dv.is verður haldið í Hvíta húsinu á Selfossi á morgun, föstudagskvöld kl. 20:00, í samvinnu við Hrútavinafélagið. Ritstjórar DV, Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, munu kynna stefnu blaðsins og svara fyrirspurnum. Þá mun Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri dv.is segja frá vefnum sem þegar hefur náð sterkri stöðu á markaði og er nú á meðal mest lesnu fréttavefja á landinu. Lýður Árnason, læknir og kvikmyndaframleiðandi mun stjórna spurningakeppni þar sem takast á tvö þriggja manna lið undir forystu Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins. Til mikils er að vinna því sigurliðið fær 100 þúsund krónur sem það má ánafna í þágu baráttunnar gegn fíkniefnum.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.