Loðnuveiðum er lokið. Þjóðarbúið verður af um tíu miljörðum króna ef ekki veiðist meiri loðna á vertíðinni, sé miðað við verðmæti aflans í fyrra. Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær, að loðnuveiðar yrðu stöðvaðar á hádegi en fiskifræðingum hefur ekki tekist að mæla þau 400.000 tonn sem þeir telja grundvöll frekari veiða. Íslensk skip hafa aðeins náð að veiða um 40.000 tonn af þeim 250.000 tonnum sem heimild er fyrir. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir þetta gríðarlega blóðtöku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst