Loðnuveiðibann tók gildi á hádegi í dag. Loðnustofninn mældist ekki nægilega stór til að hægt væri að mæla með veiði, segir Hafrannsóknarstofnun. Það er mikið í húfi, bæði fyrir landið allt, en ekki hvað síst fyrir þau byggðarlög sem mikið eiga undir loðnuveiði – og það fólk, sem við veiði og vinnslu loðnunnar starfa. Maður skyldi því ætla að hafrannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson væru á miðunum – við leit og mælingar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst