Í gær var áhöfn Snorra Sturlusonar VE tilkynnt að erlendur aðili hefði áhuga að skoða skipið með kaup á því í huga. Í samtali eyjar.net staðfesti Ægir Páll Friðbertsson framkvæmdastjóri Ísfélagsins að félagið hefði fengið tilboð í skipið með fyrirvörum um skoðun og öðrum eðlilegum fyrirvörum. Ísfélagið hefur ekki gengið endanlega frá sölu á skipinu en Ægir Páll staðfesti að áhöfn Snorra Sturlusonar hefði verið tilkynnt um stöðu mál.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst