Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum fékk góðar gjafir í fyrradag þegar velunnarar gáfu sjúkrarúm og tæki að andvirði um 38 milljóna króna.
Athafnamaðurinn Bjarni Sighvatsson hafði veg og vanda að gjöfinni, en hann gekk á fund fyrirtækja og fékk þau í lið með sér við að styrkja spítalann. Auk þess kom kvenfélagið Líkn að gjöfinni, en félagskonur hafa gefið sjúkrahúsinu tæki á hverju ári.
Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, sagði gjafirnar koma sér vel, árlega fengi sjúkrahúsið um tvær milljónir til tækjakaupa og því munaði miklu um góðar gjafir