Ekkert hægt að gera þegar hinn neglir hann inn af 25 metrunum
Created by PhotoWatermark Professional
Created by PhotoWatermark Professional

Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth og íslenska landsliðsins var í gær valin knattspyrnumaður ársins 2007. Hermann átti gott tímabil með Charlton og Portsmouth en hann spilaði 5 landsleiki á árinu og var fyrirliði í fimm þeirra.

,,Það er gaman að fá viðurkenningar og þegar maður fær þær þá er maður líklega að gera eitthvað rétt,” sagði Hermann í samtali við Fótbolta.net í gær og hann er sáttur með árið í heild sinni.

,,Þetta ár hefur bara verið þokkalegt, það hafa verið hæðir og lægðir og hefur verið smá öldugangur en eins og staðan er núna þá er ég í góðum klúbb, hjá góðu liði og er í fínu standi og að spila vel.”

,,Ég meiðist svo aðeins þarna og hef ekki verið í liðinu en núna kom tapleikur og þá kannski breytir hann(Harry Redknapp) einhverju en öðru leiti hefur þetta bara verið nokkuð gott ár.”

Hermann var fyrri hluta árs í röðum Charlton sem féll úr úrvaldsdeildinni og þá gekk hann í raðir Portsmouth.

,,Þetta var erfiður fyrri hluti á árinu en við spiluðum ágætlega eftir áramót og eftir að Alan Pardew kom þá vorum við að týna inn svolítið af stigum, það var svona eiginlega fyrir áramót sem þetta klúðraðist,” sagði Hermann sem er ánægður hjá Portsmouth.

,,Mér líkar mjög vel, þetta er góður klúbbur með góðan stjóra og það hefur gengið vel og á meðan vel gengur þá er þetta alltaf mjög jákvætt.”

Hermann varð fyrir því óláni að meiðast á dögunum og hefur því misst sæti sitt í byrjunarliði Portsmouth.

,,Ég meiðist þarna aðeins og það hefur gengið vel en við töpuðum um helgina og þá er aldrei að vita hvort við breytum einhverju. Ég var alveg að spila en það er ekkert hægt að gera þegar hinn neglir hann inn af 25 metrunum.”

,,Það er samt ágætt að sjá þetta frá þessu ljósi að sitja á varamannabekknum í fyrsta skipti á ævinni og að vera 33 ára gamall.”

Jólatíminn er oft það tímabil sem kemur í ljós hve sterk liðin eru en margir leikir fara fram á milli jóla og nýárs. ,,Þetta tímabil leggst bara mjög vel í mann og batteríinn eru fullhlaðin hjá mér,” sagði Hermann léttur í bragði.

Mikil bæting hefur orðið á vinnubrögðum KSÍ að undanförnu sem hafa unnið hörðum höndum að því að fá vináttuleiki fyrir nýjan landsliðsþjálfara, Ólaf Jóhannesson.

,,Þetta lýtur mjög vel út, við getum náð að stilla okkar strengi og Óli getur komið sýnum skoðunum á framfæri. Þegar það kemur í alvöru keppni þá vita menn að hverju þeir ganga, þannig að þetta er bara mjög jákvætt,” sagði Hermann að lokum í samtali við Fótbolta.net

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.