Við erum samt hrikalega hrædd um að ríkisstjórnin haldi áfram að draga lappirnar í málefnum Vestmannaeyja

www.eyjar.net heldur uppteknum hætti og heyrir í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorf þau hafa til Vestmannaeyja.

Í dag eru það Einar Hlöðver Sigurðsson og Rakel Rut Stefánsdóttir sem sitja fyrir svörum en þau eru búsett í Danmörku.

Nöfn:
Einar Hlöðver Sigurðsson (83) og Rakel Rut Stefánsdóttir (83)

Fjölskylduhagir ?
Erum í sambúð en barnlaus enn sem komið er.

Atvinna & Menntun ?
Einar er í stjórnmála- og fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands. Rakel er í fatahönnunarnámi í Teko hönnunarskólanum í Herning. Svo höfum verið að vinna eitthvað lítillega með skólanum.

Búseta ?
Við búum á Viborgvej 33 í miðborg Århus, höfuðborg Jótlands

Eigiði Mottó ?
Njóta lífsins meðan við getum og eins og meistari Megas boðaði: ef við smælum framan í heiminn þá mun heimurinn smæla framan í okkur (sagt með Megasarrödd)

Fariði oft til Eyja ?
Já, eins oft og við höfum möguleika á. Hver einustu jól og yfir sumarið og dveljum eins lengi og hægt er í hvert skipti, enda kemst enginn staður í heiminum með tærnar þar sem Vestmannaeyjar hafa hælana.

Hvaða tengingu hafið þið við Eyjarnar í dag ?
Nær öll fjölskylda okkar og vinir búa þar. Auk þess mun sú tenging við Eyjarnar sem myndaðist hjá okkur í uppvextinum aldrei hverfa

Fylgist þið með því sem er að gerast í Eyjum ?
Já eins mikið og hægt er. Við erum í daglegu sambandi við einhvern í Eyjum og fylgjumst með öllum fréttamiðlum og blöðum um Eyjarnar. Fáum meira að segja Fréttir sendar út til okkar!

Hvernig finnst ykkur staða Vestmannaeyja í dag ?
Hún gæti auðvitað verið betri og það eru þessar sömu klisjur, samgöngurnar og atvinnumálin sem hafa þar áhrif. Þessa stundina er hún þó betri en verið hefur í langan tíma og hafa margir jákvæðir hlutir gerst á síðustu misserum. Bæjarstjórnin hefur staðið sig frábærlega vel og er virkilega að berjast fyrir hag Vestmannaeyinga. Það er gaman að sjá að loksins virðist vera komin samstaða í bæjarstjórnina (enda maðurinn sem kenndur er við skelfingu kominn í forystu minnihlutans). Þessi samstaða smitar út frá sér og skilar sér í betri og jákvæðari umfjöllun um allt er tengist Eyjum. 

Hvernig sjáið þið næstu 10 ár í þróun eyjanna ?
Næstu tíu ár verða lykilár fyrir Vestmannaeyjar. Þá verður vonandi búið að leysa samgöngumálin okkar eftir margra ára sofandahátt og metnaðarleysi þingmanna og ráðherra. Í kjölfarið mun atvinnulífið væntanlega fá góða innspýtingu og það er þetta tvennt sem hefur að sjálfsögðu mestu áhrifin á búsetuskilyrði í Vestmannaeyjum. Við erum samt hrikalega hrædd um að ríkisstjórnin haldi áfram að draga lappirnar í málefnum Vestmannaeyja og að allt það sem lofað hefur verið muni dragast útí hið óendanlega.

Sjáið þið fyrir ykkur á næstu árum að flytja aftur til Eyja ?
Ekki á allra næstu árum. Við munum fyrst klára okkar nám og sjá svo til með atvinnumöguleika okkar. Planið er þó klárlega að flytja heim, það er bara spurning hvenær. Það eru t.d. alger forréttindi fyrir börn að fá að alast upp í Eyjum.

Gætuð þið hugsað ykkur að reka fyrirtæki í Vestmannaeyjum ?
Vestmannaeyjar eru ekki beint hagstæðasti staðurinn fyrir lítið fyrirtæki, bæði vegna smæðar markaðarins og eins mikils aðflutningskostnaðar. Ef við hefðum góða viðskiptahugmynd þá væri það samt alveg athugandi enda ætlum við okkur að flytja til Eyja á ákveðnum tímapunkti og þá væri ekkert verra að vera sjálfstætt starfandi.

Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndu þið kaupa hlutafé í göngunum ?
Alveg pottþétt. Okkur yrði meira að segja alveg sama þótt sá peningur myndi ekkert ávaxta sig, bara ef göngin yrðu að veruleika. En göngin munu líklegast aldrei verða að veruleika enda virðist pólitískur vilji engan veginn vera til staðar. Samgönguráðuneytið virðist ekki einu sinni hafa vilja til að skipta út Herjólfi á meðan beðið er eftir endanlegri samgöngubót, hvað þá eitthvað meira.

Eitthvað að lokum
Björgvin Rúnars á stórt hrós skilið fyrir sitt framlag í atvinnumál Eyjanna með bjórverksmiðjunni. Vonandi gengur það dæmi vel. Eins líst okkur hrikalega vel á nýja knattspyrnuráðið og óskum þeim velfarnaðar. Sjáumst svo bara hress um hátíðirnar og við segjum bara heyja heyja Þrettándinn, heyja heyja Þrettándinn! (Biggi Gaua)

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.