Þann 1. mars 2007 samþykkti Menningar -og tómstundaráð Vestmannaeyja að koma á fót Menningarmiðstöð fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára en töluverður þrýstingur hafði þá verið á bæjaryfirvöld frá ungmennum vegna aðstöðuleysis. Vestmannaeyjabær tók á leigu húsnæði Miðstöðvarinnar, Vosbúð, við Strandveg 65. Ungmennin sjálf hafa unnið þá undirbúningsvinnu sem vinna þurfti til að koma húsinu í það horf sem það er komið í. Eiga þau hrós skilið fyrir sinn óeigingjarna þátt og sérstök ástæða er til að hrósa stjórn nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum sem komið hefur myndarlega að öllum undirbúningi.
Fyrirhugað er að margvísleg starfsemi verði í húsinu en nú þegar er komin aðstaða til að spila billjard og tölvuleiki, þráðlaus nettenging er á staðnum, glæsilegt sjónvarp og heimabíó og fótboltaspil er væntanlegt. Jafnframt verður hægt að halda þar fyrirlestra, námskeið og aðrar uppákomur.
Opið hús verður í Vosbúð á nú þriðjudaginn frá 17-19. Allir velunnarar ungmenna eru velkomnir að kíkja á aðstöðuna.
Margrét Rós Ingólfsdóttir
forstöðumaður
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.