Í gær hélt Erpur Snær Hansen fyrirlestur á Náttúrugripasafninu um rannsóknir sínar á sjófuglum við Vestmannaeyjar. Fyrirlesturinn var einn liður í menningardagskránni Nótt safnanna sem stendur yfir um helgina.
Kom fram í máli Erps Snæs að hann hefði miklar áhyggjur af ástandi sjófugla við Vestmannaeyjar og taldi hann að lundaveiði gæti farist algerlega fyrir á næsta ári.
Erindi Erps Snæs var gerður góður rómur og vel var mætt á fyrirlesturinn. Þakkaði Erpur sérstaklega Óskari í Höfðanum fyrir ómetanlegt starf við merkingar. Einnig minntist hann Sigurgeir Sigurðssonar fyrir merkingar sem hann gerði á sínum tíma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst