Í dag fimmtudaginn 13. mars klukkan 18:00 býður menningarnefnd Ölfuss til opins kynningar- og spjallfundar á Bæjarbókasafni Ölfuss.
Kynnt verður ársskýrsla menningarsviðs Ölfuss ásamt stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum, sýndar verða myndir sem teknar voru við hina ýmsu viðburði á síðustu mánuðum og sagt frá þeim verkefnum sem framundan eru, m.a. aðkoma menningarnefndar að Unglingalandsmóti, skráning muna byggðasafnsins og uppbygging á hverfisverndarsvæðinu.