Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Frétta hljóp snuðra á þráðinn í viðræðum um eignarhald á Landeyjahöfn sem varð til þess að höfnin verður í eigu ríkisins og var málið tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar í dag. Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í hádeginu og í fundargerð kemur fram að ráðið geti ekki stutt fyrirliggjandi drög að Landeyjahöfn að óbreyttu.