Yngri flokkur hnefaleikafélags Vestmannaeyja fór uppáland að keppa þann 18 nóvember. Í svo kölluðu diplóma boxi sem er semi-contact box, sem fer aðalega eftir stíl og fótaburði. Þannig foreldrar þurfa ekki að hafa áhyggjur að krakkarnir þeirra fá meiðsli af völdum hnefaleikana. Dómarinn passar líka uppá höggþunga og að strákarnir eru ekki að meiða.Það kepptu 4 strákar frá HFV.
Ari Brynjarsson
Friðbjörn Sævar Benónýsson
Gunnar rafn ágústson
Sæþór Birgir Sigmundsson
Strákarnir þurftu að keppa á móti mun reyndari strákum sem hafa verið að æfi frá 1 uppí 2 ár og höfðu sumir 4 – 6 bardaga á baki sér.
Þótt að yngri flokkur HFV sé rétt ný byrjaður og er búinn að vera starfandi í næstum 3 mánuðu komum við til baka með tvo sigra.
Voru það þeir Sæþór Birgir og Friðbjörn Sævar sem náðu að sigra andstæðinga sýna. Sæþór fékk 15 af 27 mögulegum stigum og Friðbjörn fékk 15,5 stig af 27 mögulegum. Tek ég það fram að engin á Íslandi hefur fengið 27 enda diplóma box tiltölulega nýtt í box heiminum á klakanum. Einnig stóðu Ari og Gunnar sig frábærlega vel og náðu að standa vel á móti sitthvorum reynsluboltanum. Enda er þessir strákar enginn lömb að leika sér við.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.