Hér er bara allt við sama heygarðshornið, veð erum búnir að frysta um 150 tonn og gengur vel, nema að ein síldarvélin var eitthvað að stríða okkur í nótt. Við liggjum enn hér við Hvammsfjörð og höfum það bara næs í blíðunni, förum örugglaega ekkert út fyrr enn á morgun því við erum með nóg af síld í tönkum og erum því bara rólegir hérna á króknum.
Kokkurinn hann Eysteinn var eitthvað að pota í mig með það að ég væri illa upp alinn út af því að ég er ekki tilbúinn að leggja mér ónýtann fisk til munns, það er nebblega alltaf saltfiskur á laugadögum hér á sjónum, og er þetta hefð sem ég mundi ekkert sjá eftir ef hún dytti uppfyrir, en ég fæ mér bara kremkex á laugardögum og er bara sáttur með það, því Eysteinn er svo yfirleitt með fisk af álseyjarbleiðunni sem er veiddur allveg uppvið Brandinn og er það auðvitað besti fiskur sem hægt er að fá, og Eysteinn nostrar svo aðeins við hann þó svo það sé engin þörf á því með svona góðan fisk, svo ættla ég að setja hérna mynd af kokkinum handa henni Írisi, konunni hans Eysteins og mín fyrrverandi……………… eða sko fyrrverandi nágranni, því ég veit að ég er kominn í favorites hjá henni, þó svo að ég veit að ég sé alltaf búinn að vera í favorites hjá henni þó svo að maður hafi nú annað slagið þannið raddböndinn undir ljúfum gídartónum hjá tobba langt fram á nótt, jafnvel með hann Róbert littla ný fæddan, sammt lét hún mig eiginlega nánast aldrei heyra það, minntist kanski aðeins á það ef maður mætti henni fyrir utan hurðina. Þannig að ég ætla að bæta henni upp eitthvað af þessu svefnleysi með því að birta hér myndir af litla ástar krúsí pungnum hennar.
Gunni bloggar á http://gunniep.blog.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst