Það fór ekki framhjá neinum sem átti leið um hafnarsvæðið í dag að í Vestmannaeyjum er sjávarútvegurinn ennþá mikilvægasta atvinnugreinin í bæjarfélaginu. Í morgun voru tvö gámaskip við sitthvorn bryggjukantinn við uppskipun, fjögur skip voru að landa afla, eitt að taka ís og önnur að gera klárt fyrir brottför. Það er því engin lygi þegar því er haldið fram að höfnin er lífæð samfélagsins hér enda fara mikil verðmæti sem þar fara um.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst