Á hverju ári höldum við sjómannadaginn hátíðlegan, þennan dag , sem á
fastan sess í huga þjóðarinnar og svo mikinn, að hann hefur oft á
tíðum sama yfirbragð og þjóðhátíðardagur okkar 17, júní, ekki síst á
þeim stöðum sem hafa nær algerlega byggt afkomu sína á fiskveiðum og
sjósókn. Íslendingar þakka þennan dag sjómönnum sínum fyrir störf
þeirra á hafinu, en með því leggja þeir drýgstan skerf og grunn að
velferð okkar. Á sjómannadeginum lútum við einnig höfði með virðingu
og þökk til allra þeirra sem hafa farist á hafinu. Flest eigum við
góðar minningar um stundir með horfnum vinum sem hafið tók. Já
sjómannadagurinn er dagur virðingar og þakkar.