Sunnudaginn 21. september n.k. kl. 15.00 verður afhjúpaður minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson, í skógræktarreit Umf. Samhygðar við Timburhóla í Gaulverjabæjarhreppi hinum forna.
Þau hjón voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var frumherji í störfum fyrir samtök sunnlenskra bænda, ungmennafélags- hreyfinguna, umferðaröryggi og varðveislu þjóðlegra verðmæta. Árið 1952 hóf Stefán skógrækt í Timburhólum á vegum Ungmennafélagsins Samhygðar. Guðfinna stóð við hlið Stefáns og gerði honum kleift að vinna að áhugamálum sínum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst