Þrír menn gista nú fangaklefa í Vestmannaeyjum. Voru þeir handteknir vegna gruns um að hafa verið að fara inn í bíla í leit að verðmætum. Eigandi einnar bifreiðarinnar varð var við grunsamlegar mannaferðir og hafði samband við lögreglu sem handtók mennina.
Grunur leikur á að mennirnir hafi farið inn í fleiri bíla og er vitað til þess að farið hafi verið inn í bíl fyrr um kvöldið. Lögreglan í Eyjum vinnur nú að rannsókn málsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst