Það er sjálfsagt góðra gjalda vert af bæjaryfirvöldum að vera vakandi yfir hvort notuð ferja er á lausu einhver staðar og gæti hentað okkur. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að ekki eigi að slá af kröfum okkar um nýja og sérhannaða ferju fyrir Landeyjahöfn, ferju sem lágmarkar frátafir og með hámarks öryggi. Danska ferjan sem nú er í umræðunni er af mínum dómi of gömul. Hversu vel hún annars kann að henta, þá verður hún orðin tólf ára 2010, og eftir aðeins sex ár orðin jafn gömul og Herjólfur er núna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst