Við upphaf árlegrar gönguferðar í Páskahelli á Eldfellshrauni í Vestmannaeyjum í dag var greint frá því að tvö hæstu fjöllin í Eyjum, Heimalettur og Blátindur, hefðu verið lækkuð um 5 metra á nýju korti Landmælinga Íslands. Kortið er gert í tengslum við útgáfu árbókar Ferðafélags Íslands um Vestmannaeyjar sem kemur út í næsta mánuði. Tæplega 50 manns tóku þátt í göngunni í dag. Fleiri myndir fylgja fréttinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst