Í kvöld, miðvikudag verða haldnir Vortónleikar Skólalúðrasveitar Vestmannaeyja, sem er samsett úr sveitunum Míní-lú og Pínu-lú. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Bæjarleikhúsinu við Heiðarveg. Í tilkynningu frá stjórnendum sveitarinnar segir að í Skólalúðrasveitinni spili grunnskólabörn úr báðum skóladeildum, Hamarsskóla og Barnaskóla. Efnisdagskrá tónleikanna verður fjölbreytt að vanda og er aðgangseyri stillt í hóf, aðeins 500 krónur eða sama verð og síðustu fjögur ár.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst