Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á að á morgun, föstudaginn 20. nóvember, hefur verið boðaður svokallaður Kick a ginger day” á Facebook. Í því felst að sparka megi í þá sem rauðhærðir eru og er fólk beinlínis hvatt til þess. Heimili og skóli og framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar á Íslandi telja að með þessu háttalagi sé verið að hvetja til ofbeldis sem felur í sér niðurlægingu og virðingarleysi.
“