Í gær hélt handknattleiksdeild ÍBV sitt árlega flugeldabingó. Bingóið var gríðarlega vel sótt, um 400 freistuðu gæfunnar en allir vinningar voru fengnir hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja, sem sér um flugeldasöluna í bænum í ár. Tíu vinningar voru í boði en þann stærsta hlaut Davíð Þór Óskarsson.