Eyjakonan Hrund Scheving opnaði á dögunum nýja vefsíðu, www.léttariæska.is en vefurinn hefur að geyma upplýsingar, ráð og fróðleik fyrir foreldra sem vilja huga vel að heilsu barna sinna og koma í veg fyrir ofþyngd þeirra. Ofþyngd barna hefur aukist í hinum vestræna heimi og er Ísland ekki undanskilið því en síðunni er ætlað að aðstoða foreldra við að stuðla að heilbrigðara líferni barna sinna.