Raunhæfismat í starfsgreinum er tilraunaverkefni sem miðar að því að meta færni þeirra sem hafa starfað fimm ár eða lengur við vélstjórn og geta staðfest það með opinberum gögnum. Þarna opnast möguleiki fyrir fólk með reynslu, t.d. í vélstjórn, að komast inn í skólakerfið. Viska ætlar að kynna verkefnið í Vestmannaeyjum í samvinnu við Framhaldsskólann og er stefnt að kynningarfundi í næsta mánuði.