Karlalið ÍBV í körfubolta vann um helgina tvo mikilvæga sigra á Árborg. Í gær, föstudag áttust liðin við í hörkurimmu sem endaði með sigri ÍBV 96:85. Leikurinn í dag var ekki eins jafn, Eyjamenn voru ávallt skrefi á undan og unnu að lokum sannfærandi sigur 87:63. Eyjamenn tryggja sig því í sessi í öðru sæti C-riðils en Árborg situr enn í því þriðja en nú munar sex stigum liðunum.