Kvennalið ÍBV í knattspyrnu burstaði lið Aftureldingar þegar liðin mættust í Faxaflóamótinu í Mosfellsbæ í gær. Lokatölur urðu 7:1 en þær Þórhildur Ólafsdóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir sáu alfarið um að skora mörk ÍBV, Þórhildur skoraði fjögur og Kristín Erna þrjú. Þess má til gamans geta að Afturelding leikur í sumar í efstu deild á meðan ÍBV er í 1. deild.