Leikskólabörn í Vestmannaeyjum mynduðu í morgun risavaxinn vinahring á lóð Landakirkju. Uppátækið er í tilefni dags leikskólans sem haldinn verður laugardaginn 6. febrúar næstkomandi en markmið dagsins er að vekja áhuga á starfinu og sýna fram á gildi þess fyrir menningu og þjóðarauð. Af því tilefni verður myndarleg dagskrá sem hófst með vinahringnum og heldur svo áfram bæði föstudag og laugardag. Lesa má nánar um dagskránna og sjá myndir af vinahringnum hér að neðan.