Það var frekar rólegt yfir vötnunum hjá lögreglu í liðinni viku og engin alvarleg mál sem komu á borð lögreglu. Eitthvað var um kvartanir vegna hávaða í heimahúsum án þess þó að það væri til teljandi vandræða. Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða árás sem átti sér stað í heimahúsi.