Eins og áður hefur komið fram lögðu Eyjamenn Fjölni nokkuð auðveldlega af velli á laugardaginn en lokatölur urðu 36:20. Eyjamenn fá hins vegar góðan tíma til að ná sér niður á jörðina því næsti leikur liðsins verður ekki fyrr en 13. mars eða þremur vikum eftir sigurinn gegn Fjölni. Þá eiga Eyjamenn að sækja ÍR-inga heim í Breiðholtið.