Um þessar mundir berst mikil aska frá eldgosi í Eyjafjallajökli. Askan berst þessa stundina ekki til Vestmannaeyja enda hefur vindur blásið að mestu leyti úr vestri síðan gosið hófst og þannig beint gosmekkinum frá Eyjum. Samkvæmt veðurspánni mun vindáttin hins vegar snúast til norðurs um helgina og á laugardaginn gæti því fallið aska í Eyjum. Landlæknir hefur birt á heimasíðu sinni helstu einkenni sem gæti komið í kjölfar innöndunar á gosösku.