Rykgrímur og hlífðargleraugu send til Vestmannaeyja
15. apríl, 2010
Í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði búa menn sig nú undir mögulegt öskufall á morgun. Búist er við því að áframhaldandi vestanátt haldist fram eftir degi en annað kvöld snýst líklega í norðanátt og þá má búast við að öskufallið færist til Eyja og jafnvel yfir Hvolsvöll. Fram kom á stöðufundi Almannavarna nú kl. 16 að búið er að senda bæði rykgrímur og hlífðargleraugu til Vestmannaeyja.